Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sjálfkeyrandi bílar á markað innan áratugar

06.12.2020 - 19:25
A prototype of a self-driving car is displayed in New York, Friday, July 12, 2019. Volkswagen will sink $2.6 billion into a Pittsburgh autonomous vehicle company that's mostly owned by Ford as part of a broader partnership on electric and self-driving vehicles, the companies confirmed Friday. (AP Photo/Seth Wenig)
Frumgerð sjálfkeyrandi rafbíls frá Argo AI. Mynd: AP
Forstjóri þýska bílaframleiðandans Volkswagen segir að sjálfkeyrandi bílar verði komnir á markað á næsta áratug.

Þetta sagði Herbert Diess, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali við þýskt tímarit. Volkswagen er stærsti bílaframleiðandi heims hvað fjölda seldra bíla varðar.

Hann segir miklar framfarir orðið hafa í þróun tölvukubba sem nauðsynlegir eru í sjálfkeyrandi bíla og árangur sem náðst hafi í gervigreind geri það að verkum að þeir komi á göturnar fyrr en síðar.

„Fyrirsjáanlegt er að þessi kerfi verði fær um að ná tökum á flóknustu aðstæðum sem sjálfkeyrandi bílar þurfa að takast á við,“ sagði Diess. Hann tók við stjórn fyrirtækisins árið 2015 eftir útblásturshneykslið svokallað þar sem í ljós kom að Volkswagen hafði sagt ósatt um mengun dísilvéla sem það framleiddi. Diess hefur í starfstíð sinni lagt mikla áherslu á þróun rafknúinna bíla.

Mynd með færslu
 Mynd: Alexander Migl - Wikipedia
Herbert Diess.