Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Netflix varar áhorfendur ekki við The Crown

Mynd með færslu
 Mynd: - - Netflix

Netflix varar áhorfendur ekki við The Crown

06.12.2020 - 16:20

Höfundar

Netflix ætlar ekki að setja viðvörun á undan sjónvarpsþáttunum The Crown um að um skáldskap sé að ræða. Þættirnir eru einhverjir þeir vinsælustu sem bandaríska streymisveitan framleiðir.

Nokkur styr hefur staðið um þættina og höfundur þeirra Peter Morgan sakaður um að fara frjálslega með sannleikann. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands hefur óskað eftir því að viðvörun verði sýnd á undan þáttunum þar sem skýrt sé tekið fram að um skáldskap sé að ræða.

Dowden segir að hann óttist að sú kynslóð áhorfenda sem er fædd eftir atburði þeirra beri hugsanlega ekki skynbragð á hvað sé satt og hvað sé skáldað í þeim. Þættirnir séu frábærlega framleiddur skáldskapur og það ætti að taka skýrt fram í byrjun þeirra.

Netflix segir í yfirlýsingu vegna málsins að þættirnir hafi ávallt verið kynntir sem skáldskapur og ekki verði orðið við beiðnum um að setja sérstaka viðvörun um slíkt á undan þeim. Á því sé engin þörf og áhorfendum treyst til að átta sig á því sjálfum. Morgan hefur áður sagt að þættirnir séu afraksturs skapandi ímyndunarafls og í þeim sé stöðug togstreita milli sannleika og dramatíseringar.

Nýjasta sería The Crown er sú fjórða af sjö sem til stendur að framleiða. Fjórða serían fjallar einkum um erfiðleika hjónabands Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Stríð Bretlands og Argentínu um Falklandseyjar er einnig í brennidepli sem og umdeild forsætisráðherratíð Margaretar Thatcher.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Sprungur myndast í hallarmúrnum í The Crown

Menningarefni

Ráðherra blandar sér í deilurnar um The Crown

Innlent

Eykur The Crown andúð á konungdæminu?

Menningarefni

Átta rangfærslur í The Crown