Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Eitt góðverk getur af sér fleiri velgjörðir

06.12.2020 - 03:39
Mynd með færslu
 Mynd: Good News Network
Cory Schneider sem búsettur er á Flórída auglýsti bílinn sinn á Reddit á dögunum. Amma hans gaf honum bílinn, sem er Ford Crown Victoria árgerð 1997, fyrir nokkrum árum.

Því ákvað Schneider að gefa einhverjum öðrum bílinn sem hann sagði vera í nokkuð góðu ástandi miðað við aldur. Fjöldi fyrirspurna barst og svo fór að annar Flórída-búi datt í lukkupottinn.

Sá er ríflega þrítugur forfallakennari, Mark Selby að nafni. Hann býr hjá móður sinni og er að gróa sára sinna eftir að hafa lent í árekstri og eyðilagt bílinn sinn.

Í samtali við Tampa Bay Times segist Selby nánast hafa farið að gráta þegar hann fékk fréttirnar en hann átti eftir að fá fleiri ánægjuleg tíðindi. Marcel Gruber sem býr í St. Petersburg á Flórída frétti af góðverki Schneiders og bað um að fá að taka þátt.

Hann lagði fram 400 Bandaríkjadali, jafngildi um 50 þúsund króna, svo Selby gæti greitt fyrir umskráninguna á bílnum og öðrum kostnaði. Selby, sem segist aldrei hafa liðið verr á ævinni, kveðst á ný hafa fyllst bjartsýni um að geta sett á laggirnar munaðarleysingjaheimili, líkt og hann hafði alltaf látið sig dreyma um.