Samdráttur í ferðum um alþjóðaflugvöllinn í Vogum í Færeyjum er ríflega 57 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020. Ferðamannaiðnaður í eyjunum hefur orðið fyrir þungu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins.
Nýjustu tölur sýna að 8.361farþegi fór um flugvöllinn í nóvember í ár samanborið við 24.866 á sama tíma í fyrra.
Þar til í mars á þessu ári fjölgaði farþegum um ríflega 15% samaborið við árið áður en þegar faraldurinn skall á stöðvaðist nánast öll flugumferð til Færeyja. Einkum var ástandið alvarlegt í apríl og maí síðastliðnum.