Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Í Morgunblaðinu í dag segir að tilkynningar til barnavernda séu fleiri fyrstu tíu mánuði þessa árs en allt árið á árabilinu 2016 til 2019 og að Barnaverndarstofa áliti það sérstakt áhyggjuefni.
Í október hafi borist tilkynningar vegna fleiri barna en áður eða alls 1.038 en að færri tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hafi borist þá en í septembermánuði.
Á hinn bóginn hafi tilkynningum vanrækslu fjölgað í mjög október frá mánuðunum á undan eða alls 559. Sömuleiðis segir að í október hafi borist fleiri tilkynningar vegna áfengis- og eða fíkniefnaneyslu foreldris en það sem af er ári og að þær séu fleiri en hvert áranna fjögurra á undan.