Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Mannskætt námuslys í suðvesturhluta Kína

05.12.2020 - 08:13
Erlent · Asía · Banaslys · Kína · Námuvinnsla · Öryggismál
epa08358826 Chinese flag is seen in front of Our Lady of Lourdes Chapel church during Easter Holy Mess in Guangzhou, Guangdong province, China, 12 April 2020. Due to the ongoing pandemic of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease the celebration of the Paschal Triduum is limited. Guangzhou government banned all gatherings, so local catholic?s gathered in front of the church to celebrate. Easter Sunday is one of the most important holidays on the Christian calendar, as it marks the resurrection of Jesus Christ.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Kínverski fáninn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Átján námuverkamenn fórust í morgun af völdum kolmónoxíðleka í kolanámu í suðvesturhluta Kína. Að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV standa björgunaraðgerðir yfir en fimm eru enn í sjálfheldu neðanjarðar.

Einum hefur verið bjargað á lífi. Slysið varð þegar námumennirnir unnu að því að taka tækjabúnað í sundur en námunni var lokað fyrir tveimur mánuðum. Xinhua-fréttastofan segir jafnframt unnið að rannsókn á orsökum slyssins.

Þrennt fórst í sömu námu árið 2013 en námuslys eru mjög algeng í Kína. Reglum er oft ekki fylgt eftir og öryggismálum oft illa fyrir komið. Í september síðastliðnum létust sextán af kolmónoxíðeitrun í námu í Chongqing þegar kviknaði þar í færibandi.