Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Heimavöllur Napoli heitir nú í höfuðið á Maradona

epa08847013 People gather at SSC Napoli's San Paolo stadium where scarfs, candles and messages are placed to pay tribute to late soccer legend Diego Armando Maradona, in Naples, Italy, 27 November 2020. Argentine soccer legend Diego Maradona died on 25 November 2020 after a heart attack at the age of 60.  EPA-EFE/CIRO FUSCO
 Mynd: EPA

Heimavöllur Napoli heitir nú í höfuðið á Maradona

05.12.2020 - 09:38
Knattspyrnuliðið Napoli hefur formlega endurnefnt völl sinn í höfuðið á argentínska leikmanninum Diego Maradona. Völlurinn heitir því núna Stadio Diego Armando Maradona.

Þegar fréttir bárust að andláti Maradona í síðasta mánuði birti Aurelio de Laurentiis, eigandi Napoli, opið bréf þar sem hann viðraði hugmyndir sínar að breyta um nafn á vellinum til heiðurs Maradona. Nú hefur borgarráð Napoli samþykkt nafnabreytinguna en borgarstjóri Napoli, Luigi de Magistris, sagðist styðja þessa breytingu.

Borgarráð Napoli samþykkti tillöguna einróma og í yfirlýsingu frá ráðinu segir að Maradona hafi verið besti knattspyrnumaður allra tíma sem hafi heiðrað búning Napoli með hæfileikum sínum og töfrum í sjö ár og hafi áunnið sér eilífa og skilyrðislausa ást frá borginni allri. 

Maradona lék í sjö ár með Napoli eftir að hann kom til liðsins frá Barcelona árið 1984. Með Maradona innanborðs sigraði Napoli ítölsku deildina tvisvar sinnu, 1987 og 1990 auk þess sem liðið vann ítalska bikarinn 1987 og Evrópubikarinn árið 1989. 

Maradona spilaði 188 leiki með Napoli og skoraði 81 mark.