Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Enn næst ekki samkomulag um TikTok

epa08538302 The Chinese video-sharing app TikTok on a smartphone, in Mumbai, India, 10 July 2020. India's national government in New Delhi has announced it is banning 59 Chinese phone applications ? including the increasingly-popular apps TikTok, Helo and WeChat ? citing national security concerns. The decision comes amid India's ongoing territorial dispute with China in the Galwan valley of the eastern Himalayan region of Ladakh.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI ILLUSTRATION TO GO WITH EFE STORY ON TIKTOK APP TODAY
 Mynd: EPA - EPA-EFE
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli núverandi eigenda smáforritsins TikTok og ríkisstjórnar Donalds Trump um sölu þess.

Síðustu forvöð voru á miðnætti föstudags fyrir ByteDance, sem á og rekur forritið, að uppfylla kröfu um að koma hlutafé þess í bandarískar hendur.

Samningafundir forsvarsfólks TikTok og stjórnvalda halda þó áfram þrátt fyrir að komið sé fram yfir tímamörk.

Bandarískir notendur forritsins geta því haldið áfram að nota það við að deila stuttum myndskeiðum sín á milli enn um sinn.

Bandarísk stjórnvöld með forsetann og varaforsetann í broddi fylkingar hafa sagt forritið ógn við þjóðaröryggi enda noti kínversk yfirvöld það til njósnastarfsemi. Það hafa fulltrúar fyrirtækins ætíð aftekið með öllu.