Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Baggalútur lofar að jólin komi samt

Mynd: RÚV / RÚV

Baggalútur lofar að jólin komi samt

05.12.2020 - 12:00

Höfundar

Hátíðirnar verða með óvenjulegu sniði ár þar sem landsmenn þurfa að laga hefðir sínar að heimsfaraldri og tilheyrandi samkomutakmörkunum. Þó það þurfi að sleppa því að knúsast og hópast saman til að fagna sigri ljóssins eins og venjan er þá er ekki öll nótt úti.

Það koma nefnilega samt jól, því lofa Baggalútsmenn í nýju Baggalútslagi eftir Braga Valdimar Skúlason sem flutt er í tónlistarveislunni Kósíheit í Hveradölum. Þátturinn er sýndur á RÚV í kvöld og næstu laugardaga kl. 19.45.