Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Átök halda áfram í Tigray-héraði

05.12.2020 - 20:16
epaselect epa08858036 An Ethiopian refugee woman with her child from Tigray region wait to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometers from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 01 December 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accomodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fleed to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Enn sér ekki fyrir endann á átökum stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsishreyfingar Tigray (TPLF) í Tigray-héraði. Stjórn Abiy Ahmed forsætisráðherra segir sigur þó skammt undan.

Bardagar hafa geisað í héraðinu í um mánuð síðan stjórnarherinn hóf sókn gegn Þjóðfrelsishreyfingunni sem berst fyrir sjálfsstjórn á svæðinu. Talið er að þúsundir hafi fallið í átökunum og meira en 46 þúsund manns flúið yfir landamærin til Súdan.

Að sögn eþíópískra stjórnvalda er allt útlit fyrir að þau nái fullri stjórn á héraðinu á næstu dögum eða vikum. Herinn náði héraðshöfuðborginni Mekelle fyrir viku en Reuters hefur eftir Debretsion Gebremichael, leiðtoga TPLF, að enn sé barist í útjaðri hennar. Hann sakar stjórnarhermenn um að hafa farið ránshendi um borgina og í sama streng tók talsmaður hreyfingarinnar í viðtali við sjónvarpsstöð sem hún heldur úti.

This image made from undated video released by the state-owned Ethiopian News Agency on Monday, Nov. 16, 2020 shows Ethiopian military gathered on a road in an area near the border of the Tigray and Amhara regions of Ethiopia. Ethiopia's prime minister Abiy Ahmed said in a social media post on Tuesday, Nov. 17, 2020 that "the final and crucial" military operation will launch in the coming days against the government of the country's rebellious northern Tigray region. (Ethiopian News Agency via AP)
Skriðdrekar og liðsflutningabílar Eþíópíuhers við mörk Tigray Mynd: ASSOCIATED PRESS - Ethiopian News Agency

Reuters hefur eftir hershöfðingja í stjórnarhernum að hersveitir hans séu skammt frá skógi þar sem æðstu stjórnendur Þjóðfrelsishreyfingarinnar haldi til. Einungis nokkra daga þurfi til að hafa hendur í hári þeirra.

Hjálparsamtök hafa lýst áhyggjum sínum af skort á mat, eldsneyti og jafnvel líkpokum í Tigray-héraði. Bílalestir hlaðnar hjálparaðstoð eru til reiðu við landamæri héraðsins sem hefur verið lokað af stjórnarhernum frá því átök hófust. Boðskiptakerfi hafa einnig legið niðri að mestu.

epa08854780 A handout photo made available 01 December 2020 by Islamic Relief of refgees 25 November 2020 at an Islamic Relief food distribution in Um Rakuba refugee camp, Gedaref state, eastern Sudan. Ethiopia’s military intervention in the northern Tigray region comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest with over 40,000 refugees fleeing to Sudan.  EPA-EFE/Omar Araky / Islamic Relief HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ISLAMIC RELIEF
Flóttafólk i í Súdan.
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV