Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stíf og leiðinda norðanátt og ekkert hægt að ryðja

04.12.2020 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd: Ófært á Fagradal - RÚV - Rúnar Snær Reynisson
Afar slæm færð er nú víða á Austfjörðum. Vegurinn um  Fagradal hefur verið ófær síðan í gær. „ Hérna á svæðinu er stíf og leiðinda norðanátt og það hefur ekki verið hægt að ryðja,“ segir Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. „En mér skilst að það eigi að lægja fljótlega eftir hádegi.“

Að sögn Þórhalls er ekki óalgengt á þessum árstíma að Fagridalur sé ófær, þar sé afar vindasamt. Hann segir að víða hafi verið lítið sem ekkert skyggni innanbæjar í bæjunum á svæðinu. „Það er mikill kuldi, blinda og kóf á milli svæða. Fólk kemst ekki til vinnu í álverinu á Reyðarfirði. En það virðist þó eitthvað vera að fara að rofa til á svæðinu.“

Þórhallur segir að lítið hafi verið um útköll vegna veðurs á svæðinu.  Á tíunda tímanum í morgun var björunarsveit kölluð út í Hólmaháls, sem er á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar en þar hafði bíll ekið út af. Engin slys urðu á fólki.  Þá var kallað eftir aðstoð björgunarsveita í gær þegar bíll fór út af veginum neðan við Grænafell í Fagradal.