Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Pínlegar klisjur í annars góðu uppistandi Ara Eldjárns

Mynd með færslu
 Mynd: - - Netflix

Pínlegar klisjur í annars góðu uppistandi Ara Eldjárns

04.12.2020 - 12:05

Höfundar

Ari Eldjárn er öruggur og geðþekkur í frumraun sinni á Netflix, segir gagnrýnandi The Guardian. Hann reiði sig hins vegar mjög á þjóðernisstaðalmyndir í annars vel heppnuðu uppistandi sem verði væntanlega ekki hans síðasta á streymisveitunni.

Uppistand Ara Eldjárns var tekið til sýninga á Netflix 2. desember. Pardon My Icelandic heitir það og er upptaka af sýningu sem hann ferðaðist um heiminn með fyrir þremur árum.

Þriggja stjörnu dómur um uppistandið var birtur á The Guardian í gær. Þar segir að Ari slái ekki vindhögg í frumraun sinni á Netflix. Þrátt fyrir pínlegar klisjur og mikla áherslu á þjóðernisstaðalmyndir nái hann áhorfendum á sitt band, þökk sé sakleysislegum sjarma, og ánægjulegt sé að sjá sýningu sem geri ráð fyrir fjöltyngi áhorfenda og áhuga þeirra á málvísindalegum leik.

„Það má vera að Pardon My Icelandic sé fyrsta íslenska uppistandið á Netflix, en eftir þessa frammistöðu verður það ekki það síðasta – og ekki hans síðasta,“ segir gagnrýnandinn að lokum.

Lesa má dóminn á vef Guardian.

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Viss léttir að geta ekki fylgt Netflix-uppistandi eftir

Menningarefni

Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns

Menningarefni

Ari Eldjárn með þátt á Netflix