Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Franskur barnaníðingur dæmdur í 15 ára fangelsi

04.12.2020 - 05:54
Mynd með færslu
 Mynd: wikimedia commons
Sjötugur, franskur skurðlæknir var í gær dæmdur til fimmtán ára fangavistar fyrir nauðgun og misnotkun fjögurra barna.

Mál Joels Le Scouarnec er eitt viðamesta barnaníðsmál í franskri réttarsögu. Hann játaði fyrir fimmtán árum að hafa barnaklám undir höndum en hélt þrátt fyrir það iðju sinni áfram.

Þess vegna, segir Isabelle Fachaux dómari í málinu, var nauðsynlegt að dæma hann til þyngri refsingar. Læknirinn, sem er þriggja barna faðir, hefur tíu daga til að áfrýja málinu en hans gætu beðið önnur réttarhöld þar sem hann er sakaður um hundruð kynferðisbrota sem stóðu yfir um áratuga skeið.