
Brexit, enn ein ögustundin
Samningamenn verjast frétta
Litlar sem engar áreiðanlegar fregnir hafa borist af gangi viðræðna, en hálfdulbúnar hótanir hafa heyrst frá ráðamönnum. Alok Sharma, viðskiptaráðherra Breta, sagði að samningar tækjust ekki nema að Evrópusambandið viðurkenndi að Bretar væru sjálfstæð, fullvalda þjóð.
Frakkar minna á neitunarvald ESB þjóða
Clément Beaune, Evrópuráðherra frönsku ríkisstjórnarinnar, gaf í skyn að Frakkar beittu neitunarvaldi ef þeir teldu samninganefnd ESB gefa of mikið eftir. Sú hætta er fyrir hendi sagði Beaune. Við gætum hagsmuna atvinnulífsins, sjómanna og ferðalangar verða að vita hvað verður.
Fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni
Beaune sagði að Frakkar ætluðu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ýmsir í ESB löndum hafa látið í það skína að það kæmi Bretum verr en ríkjum ESB ef samningar takast ekki. Fréttaskýrendur segja að digurbarkalegar yfirlýsingar séu mest ætlaðar til heimabrúks, báðum sé ljóst að miklir hagsmunir séu í húfi og því sé nú reynt til þrautar að ná samkomulagi.