Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bakslag hjá Víði og hann kallaður á spítalann

04.12.2020 - 13:59
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kallaður inn á Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, föstudag. Hann greindist smitaður í síðustu viku og hefur líðan hans farið versnandi undanfarna daga. Hann fékk að fara heim að loknum rannsóknum.

Fréttin var uppfærð kl. 11.30, laugardaginn 5. desember 2020.

Víðir fór heim af spítalanum á föstudeginum að loknum rannsóknum. Líðan hans er sæmileg, hann hóstar töluvert en er brattur, að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingafulltrúa Almannavarna. 

Jóhann segir að bakslag hafi komið í veikindi Víðis í vikunni sem hafi svo ágerst. Hann hóstar mikið og hefur hann verið flokkaður sem „gulur” af læknunum, þar sem grænn er besta ástandið, svo gult og rautt verandi í mikilli hættu. 

Enn í rannsóknum á deildinni

„Hann var kallaður inn á deildina í morgun, föstudag, þar sem honum hafði hrakað, sem sneri þá mest að lungunum og súrefnismettuninni,” segir Jóhann. „Nú er hann að kynnast því af eigin raun hversu vel er haldið utan um fólk sem þarf að ganga í gegn um þessi veikindi.” 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV