Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

42 milljónir söfnuðust til styrktar SÁÁ

04.12.2020 - 22:25
Mynd með færslu
 Mynd: Fréttir
Alls söfnuðust meira en 42 milljónir króna til styrktar SÁÁ er þátturinn „Fyrir fjölskylduna“ var sýndur í beinni á RÚV í kvöld.

Um var að ræða tveggja tíma beina útsendingu þar sem almenningur gat hringt inn og lagt samtökunum lið í að aðstoða áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra.

Söfnunin heldur áfram yfir helgina. Hægt verður að styrkja SÁÁ í gegnum síðuna styrktarsjodur.is og í númerin 907-1502 fyrir 2500kr. og 907-1504 fyrir 5000kr.

Í þættinum var fjöldi gesta og viðmælendur, fíklar, aðstandendur, sálfræðingar og læknar sögðu frá ýmsum hliðum sjúkdómsins. Einnig voru Mezzoforte, Hr. Hnetusmjör, Sigga og Grétar, Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann með skemmtiatriði.

Formaður SÁÁ var hrærður í lok útsendingar og þakkaði þjóðinni fyrir þátttökuna.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV