Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Undirrita samning við Pfizer þann 9. desember

epa08814067 An undated handout picture made available by the German pharmaceutical company Biontec shows the dosing of BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, during the clinical test. Pfizer and Biontech SE  announced on 11 November 2020 that they have reached an agreement with the European Commission to supply 200 million doses of their investigational BNT162b2 mRNA-based vaccine candidate against COVID-19 to European Union (EU) Member States, with an option for the European Commission to request an additional 100 million doses.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA
Íslensk yfirvöld munu undirrita samning um kaup á bóluefni fyrir 85 þúsund manns við Pfizer og BioNTech þann 9. desember. Vonir standa til að búið verði að undirrita samning við Moderna fyrir jól um bóluefni fyrir 40 þúsund Íslendinga. Þetta eru þau tvö bóluefni sem hafa sótt um skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu. Sérfræðinganefnd reiknar með að afgreiða umsókn Pfizer fyrir 29. desember og umsókn Moderna fyrir 12. janúar.

Þetta kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í umræðum um bóluefni og sóttvarnaaðgerðir á Alþingi í dag. 

Bæði Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar,  ræddu þann mun sem var á orðum forstjóra Lyfjastofnunar í fréttum Stöðvar 2 í gær og svo ummælum sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Á meðan forstjóri Lyfjastofnunar taldi raunhæft að hefja bólusetningu í byrjun næsta árs varaði sóttvarnalæknir við of mikilli bjartsýni og það væri ótímabært að spá fyrir um að hægt yrði að hefja bólusetningar þá.

Svandís sagði ekki skrýtið að þingmaðurinn væri ráðvilltur því það kæmu margar fréttir á dag.  Hún sagði stöðuna í dag vera þannig að íslensk stjórnvöld keyptu bóluefni af þremur framleiðendum; Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 

Búið væri að gera samning við síðastnefnda fyrirtækið um bóluefni fyrir 115 þúsund manns. Reiknað væri með að undirrita samning við Pfizer þann 9. desember um kaup á bóluefni fyrir 85 þúsund manns og vonast væri til að gera samning við Moderna fyrir jól um skammta fyrir 40 þúsund manns.

Svandís sagði að eftir að markaðsleyfi fengist myndi líða einhver tími frá því að bóluefni bærist til landsins. Ekki væri hægt að segja til hvenær það kæmi né hversu margir skammtar kæmu til landsins á hverjum tíma.  „Hins vegar, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir, þá getum við hafið bólusetningar á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi.“ 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV