Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða til svara á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Fundurinn hefst sem fyrr klukkan 11:03 og verður sýndur í sjónvarpinu, á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.

Á fundinum fara Þórólfur og Rögnvaldur yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og greina frá áherslum almannavarna og leiðbeiningum til almennings.

Nýgengi innanlandssmita hefur aukist síðustu daga og er nú 42,8 smit. Það er uppsafnaður fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa.