Sjáðu síðasta þátt Undirtóna hér.
Hljómsveitin Zhrine reis upp þegar hljómsveitarmeðlimir jörðuðu sína eldri sveit, Gone Postal, með lokatónleikum á þungarokkshátíðinni Eistnaflug og hófu að slá nýjan og dimmari tón undir nýju nafni.
Hljómsveitin nýtur vinsælda í sinni senu víðsvegar um heim en hún þykir skera sig frá öðrum sveitum úr sama tónlistarbrunni, með fágaðri sviðsframkomu í stað gróteskra leikmuna og leikrænna tilþrifa.
Í þættinum er einnig rætt við Hönnuh Jane Cohen, menningarritstjóra tímaritsins Reykjavík Grapevine, og Guðvarð Gíslason sem rekur Gamla bíó en þó það hús hafi áður fyrr hýst Íslensku óperuna hljóma þungir tónar Zhrine einstaklega vel um sali þess.