Njóta virðingar fyrir hógværð og lítillæti

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Njóta virðingar fyrir hógværð og lítillæti

03.12.2020 - 12:54
Svartmálmshljómsveitin Zhrine nýtur virðingar hjá aðdáendum hljómsveitarinnar víðsvegar um heim fyrir að forðast fjölmiðlafár og látalæti, að mati Hönnuh Jane Cohen menningarritstjóra Reykjavík Grapevine. Zhrine eru gestir síðasta þáttar Undirtóna sem kom út í dag.

Sjáðu síðasta þátt Undirtóna hér. 

Hljómsveitin Zhrine reis upp þegar hljómsveitarmeðlimir jörðuðu sína eldri sveit, Gone Postal, með lokatónleikum á þungarokkshátíðinni Eistnaflug og hófu að slá nýjan og dimmari tón undir nýju nafni. 

Hljómsveitin nýtur vinsælda í sinni senu víðsvegar um heim en hún þykir skera sig frá öðrum sveitum úr sama tónlistarbrunni, með fágaðri sviðsframkomu í stað gróteskra leikmuna og leikrænna tilþrifa. 

Í þættinum er einnig rætt við Hönnuh Jane Cohen, menningarritstjóra tímaritsins Reykjavík Grapevine, og Guðvarð Gíslason sem rekur Gamla bíó en þó það hús hafi áður fyrr hýst Íslensku óperuna hljóma þungir tónar Zhrine einstaklega vel um sali þess. 

Horfðu á sjötta og síðasta þátt Undirtóna í heild sinni í spilara RÚV með hlekknum hér að ofan. Á morgun föstudag verða tónleikar Zhrine aðgengilegir í heild sinni í spilaranum og efnisveitum símafélaganna. Undirtónar eru nýir þættir úr smiðju RÚV núll þar sem Lovísa Rut Kristjánsdóttir kynnist tónlistarmönnum og -konum sem skara fram úr í nýrri íslenskri tónlist.

Tengdar fréttir

Tónlist

Aðeins sextán ára að slá í gegn

Tónlist

Kynntust á leikvellinum en leika nú á allt öðrum velli

Tónlist

Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu

Menningarefni

Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum