Frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK 400, sem gerður er út af Nesfiski, var siglt til hafnar í gærkvöldi eftir að vart varð við COVID-einkenni hjá einum skipverjanna. Hann var í einangrun þangað til skipið kom að bryggju í Hafnarfirði í morgun og fór þá beint í sýnatöku.