Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Frystitogara siglt til hafnar vegna gruns um COVID-smit

Baldvin Njálsson GK 400
 Mynd: Nesfiskur - Ljósmynd
Frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK 400, sem gerður er út af Nesfiski, var siglt til hafnar í gærkvöldi eftir að vart varð við COVID-einkenni hjá einum skipverjanna. Hann var í einangrun þangað til skipið kom að bryggju í Hafnarfirði í morgun og fór þá beint í sýnatöku.

Að sögn Þorsteins Eyjólfssonar skipstjóra á Baldvini er niðurstöðu sýnatökunnar nú beðið.

„Við fórum allir í skimun á sunnudaginn áður en við fórum út á mánudaginn. Við vorum undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi og höfðum náð einu holi þegar hann veiktist. Það hefði ekkert þýtt að fara inn á Ísafjörð, þaðan er allt ófært og sýnið hefði ekki komist suður fyrr en seinna. Þannig að við fórum til Hafnarfjarðar og vorum komnir þangað í morgun,“ segir Þorsteinn.

Hann segir að umræddur skipverji hafi fengið hita og einkenni, sem bentu til COVID-19 veikinda, á þriðjudagskvöldið. Hann hafi þá strax farið í einangrun um borð. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir