Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tryggja þarf Íslendingum dagsbirtu

02.12.2020 - 05:39
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Doktor Ásta Logadóttir verkfræðingur og lýsingarsérfræðingur hvetur til að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í byggingareglugerð og skipulagi.

Morgunblaðið hefur eftir Ástu hún hafi áhyggjur af breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og að Íslendingar séu aftarlega á merinni í þessum efnum.

Hún hafi áttað sig á því eftir að hafa unnið að verkefni fyrir danskt ráðuneyti. Með því hafi verið ætlað að tryggja að næg dagsbirta næði inni í byggingar án þess að því fylgdi óþarfa kostnaður.

Skoða þurfi hvað í umhverfinu hindri aðkomu dagsbirtunnar, það geti verið nálægar háar byggingar, fjarlægð milli húsa, staðsetning svala ofan við glugga eða veggir sem hindri ljósið.

Ásta segir kvöldsólina á Íslandi eitt það dýrmætasta sem við eigum og ekki gott ef íbúar missi hana. Miklvægt sé að taka mið af kröfum í byggingarreglugerðum og skipulagsmálum hinna Norðurlandanna en réttur fólks til að njóta dagsbirtu sé ekki jafn vel tryggður og þar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV