
Mesta kuldakast í 7 ár – Veitur virkja viðbragðsáætlun
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að sé tekið mið af spálíkönum, sem nýta veðurspár til að áætla notkun, sé útlit fyrir að hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu fari að þolmörkum á föstudag og fram yfir helgi. Spáð sé mesta kuldakasti frá árinu 2013.
Í tilkynningunni segir að um 90% af hitaveituvatni sé notað til húshitunar. Til þess að draga úr heitavatnsnotkun er fólk hvatt til að hafa glugga lokaða, hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur, ekki láta renna í heita potta. stilla ofna svo þeir séu heitir af ofan en kaldir að neðan, varast að byrgja ofna og minnka þrýsting á snjóbræðslukerfum.
Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að þeir köldu dagar sem höfuðborgarbúar hara upplifað undanfarið hafi verið í hæglátu veðri. „Nú er hins vegar útlit fyrir töluverðan vind sem veldur mikilli kælingu ofan á það frost sem er í kortunum,“ segir þar.
Á vefsíðu Veitna eru hollráð um heitt vatn.