Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Elton John heiðrar Fauci á alþjóða Alnæmisdeginum

02.12.2020 - 06:19
epa08223812 (FILE) - British musician Elton John performs on stage during A Day On The Green music festival at Mt Duneed Estate in Geelong, Australia, 07 December 2019. Elton John cancelled a show in Auckland, New Zealand, after he was diagnosed with pneumonia and could not continue performing.  EPA-EFE/JULIAN SMITH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Breski tónlistarmaðurinn Sir Elton John segir afar fáa hafa beitt sér jafn einarðlega í baráttunni gegn alnæmi og Anthony Fauci, sérfræðingur í smitsjúkdómum.

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var í gær og Elton John þakkaði Fauci í ávarpi fyrir hans hlutverk í að breyta afstöðu fólks til sjúkdómsins.

Ekki síst hafi hann sem forstöðumaður Smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna átt ríkan þátt í að finna leiðir til að glíma við sjúkdóminn, þrátt fyrir mikil mótmæli og fordæmingu víða að.

Því sagðist Elton engu treysta betur en þrautseigju og leiðtogahæfileikum Faucis við að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.