Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Eldur í fyrirtæki á Akureyri

02.12.2020 - 09:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Eldur kom upp í þvottahúsinu Grandþvotti á Akureyri í morgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað út rétt upp úr átta og var þá talsverður eldur á afmörkuðum stað í húsinu.

Tveir starfsemenn voru við vinnu þegar eldurinn kom upp en þeir voru komnir út þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þeir eru ómeiddir. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir eru í tækniherbergi þar sem gufuketill þvottahússins er.

Nýlega var búið að eldverja veggi í þessu rými og varnaði það frekari útbreiðslu eldsins að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra. Talsverður reykur barst um húsið og er nú unnið að því að reykræsta.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Grandþvottur er fatahreinsun og þvottahús
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Lögregla og slökkvilið við Freyjunes 4 í morgun
agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV