Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ekki nóg til af bóluefni í heiminum

epa08853138 A handout photo made available on 30 November 2020 by pharmaceutical company Pfizer shows vials of Covid-19 vaccine in an undisclosed laboratory on16 November 2020. According to reports Pfizer and German pharmaceutical company BioNTech have asked the US Federal Drug Administration for an Emergency Use Authorization to begin distributing the vaccine. The FDA is scheduled to consider the request on 10 December 2020.  EPA-EFE/PFIZER HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFA - PFIZER
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að ekki verði til nóg af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjá til sex mánuði til að koma í veg fyrir að smitum haldi áfram að fjölga. Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaraðgerða hjá stofnuninni, skýrði frá þessu á fjarfundi í Genf í dag. Hann sagði að eina ráðið væri sem fyrr að virða fjarlægðartakmörk og aðrar sóttvarnarráðstafanir sem fyrirskipaðar hefðu verið.

Fram hefur komið í fréttum í dag að Bretar og Rússar stefna að því að byrja að bólusetja gegn kórónuveirunni í næstu viku. Enn er beðið heimildar frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópu. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV