Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Stjúpafi dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni

01.12.2020 - 18:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn ungri stúlku og til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón í miskabætur auk málskostnaðar. Maðurinn var sambýlismaður ömmu stúlkunnar. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafa undir höndum barnaklám.

Farið var fram á að maðurinn greiddi 4 milljónir í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu fór fram 13 nóvember og var málið dómtekið nokkrum dögum síðar.

Sagði stúlkunni að gera „upp og niður“

Í dómnum kemur fram að í afmælisveislu stúlkunar sem haldin var í Ævintýralandi Kringlunnar hafi stúlkan meitt sig. Hún hafi orðið lítil í sér og fengið huggun. Hún hafi þá sagt frá því að afi hennar hafi látið hana snerta á sér getnaðarliminn.

„Stúlkan hafi sagt að afi kallaði alltaf á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta typpið á sér og gera ,,upp og niður.“ Stúlkan sagði föður sínum að þetta hefði gerst oftar en einu sinni en hún héldi að amma sín vissi ekki af þessu. Stúlkan bað föður sinn að segja ekki afa frá þessu því þá yrði hann leiður.“ segir í dómnum.

Í kjölfar þessa atviks gáfu foreldrarnir skýrslu hjá lögreglu. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu.  Lögreglan haldlagði tvo síma við handtökuna í því skyni að rannsaka innihald þeirra. Við skoðun á öðrum símanum fannst myndskeið þar sem sjá mátti klístrað sæði á kynfærum og rassi ungrar stúlku sem lá í sófa með grágrænu yrjóttu munstri. Sambærilegur sófi fannst ekki við húsleit lögreglu. Síðar fór fram önnur húsleit á heimili sonar hans þar sem hann bjó þá, þar sem hald var laggt á tölvur, flakkara, myndavélar og farsma. Hann var aftur handtekinn og honum gert grein fyrir framburði barnsins í Barnahúsi. 

Yfir 2.500 ljósmyndir af ungum stúlkum

Í skýrslutöku var hann spurður út í Iphone síma hans, hvort að á honum væru kynferðislegar myndir.

„Síðan sagði hann að hann væri nú bara venjulegur maður og myndi stundum horfa á klám í símanum og stundum væri bara nóg að horfa þar á fallegar konur. Hann neitaði því að hafa horft á barnaklám en stundum kæmu upp svoleiðis síður þegar hann væri að horfa á klám en hann hafi ekki horft á barnaklám. Ákærða var síðan kynnt að fyrrgreint myndskeið af stúlkubarni með mikið sæði við endaþarm og leggöng hafi fundist í síma hans. Ákærði kannaðist ekki við myndskeiðið og vissi ekki hvernig það hefði komist í símann hans. Síðan var honum kynnt að í símanum hefðu fundist 2.536 kyrrmyndir sem sýndu stúlkur um 10 ára gamlar fáklæddar eða naktar. Ákærði kvaðst ekki vita til þess að það væri klámefni í símanum en það gæti eitthvað hafa vistast þegar hann hafi verið að skoða einhverjar síður.“ segir í dómnum.

Fimm eintök af mynd sem sýnir stúlku á klámfenginn hátt fannst á tveimur tölvum mannsins. Hann gat ekki gefið haldbærar skýringar á því. 

Maðurinn neitaði fyrir kynferðisbrot gegn barninu og kvaðst aldrei hafa snert stúlkuna kynferðislega né hafi hún snert ákærða kynferðislega. Hann sagði að stúlkan hafi verið í hans lífi allt frá fæðingu hennar og samband þeirra verið gott. Hafi hún kallað ákærða afa og litið á hann sem slíkan. Stúlkan hafi í gegnum tíðina yfirleitt komið til ömmu sinnar og ákærða á föstudögum og þá hafi verið bíókvöld en horft hafi verið á bíómynd og borðað popp og nammi.

Fiktaði stundum við sig á morgnana

Maðurinn kvaðst mjög sjaldan hafa verið einn með stúlkunni en hafi það gerst hafi það aðeins verið í skamma stund meðan amma stúlkunnar hafi skroppið frá. Hann kvaðst oftast hafa skipt um föt í svefnherbergi sínu en stundum á baðherberginu en stúlkan hafi ekki orðið vitni að því og hann kvaðst aldrei hafa kallað á stúlkuna þegar hann hafi verið að skipta um föt. Hann sagði að það gæti hafa komið fyrir að hann hafi gengið um íbúðina á nærbuxum fyrst á morgnana.

Ákærði sagði að framburður stúlkunnar um hina meintu háttsemi væri ekki réttur og hann vissi ekki hvers vegna hún segði þetta. Hann sagði reyndar hugsanlegt að hún hefði einhvern tímann séð þegar hann hafi verið að ,,fikta við sig“ að morgni til. Ákærði kvaðst hafa fróað sér inn í þvottahúsi en hann viti ekki til þess að stúlkan hafi séð kynfæri hans. Ákærði kvaðst ekki laðast kynferðislega að börnum heldur sneri kynhneigð hans 90% að konum frá 18 til 70 ára.

Í framburði stúlkunnar í Barnahúsi kom fram að þegar afinn væri að klæða sig úr fötunum og fara í venjuleg föt að þá bæði hann stúlkuna að koma og snerta typpið á honum. Hún sagði að þetta hefði gerst oftar en einu sinni og í fyrsta skipti þegar hún hafi verið fimm ára en það hafi verið stutt þá. Þegar ákærði biðji hana að koma sé hann rétt hjá kjallaranum við þvottavélina.

Amman rifjaði upp undarleg atvik úr fortíðinni

Amma stúlkunar, fyrrum sambýliskona hins ákærða, sagði fyrir dómi að henni hafi brugðið mjög þegar málið kom upp. Maðurinn hafi lítið viljað ræða það þegar það kom upp, hvorki neitað né játað og farið undan í flæmingi. Hún sagði að það hafi tekið sig langan tíma að jafna sig á áfallinu en síðan hafi hún farið að hugsa um fortíðina og þá hafi komið upp í hugann nokkur tilfelli, sem tengdust brotaþola, þar sem henni hafi eftir á þótt hegðun mannsins undarleg.

Maðurinn var með skrifstofu í kjallara hússins sem þau bjuggu í. Eitt sinn þegar stúlkan og amman komu heim spurði hún stúlkuna hvort að hún vildi fara niður í kjallarann til afa síns en stúlkan neitaði því og sagt að hún vildi bara vera hjá ömmu sinni.

Þá hafi stúlkan sagt einu sinni við ömmuna að það væri gott þegar þær væru bara tvær einar heima. Þá hafi þau þrjú einu sinni verið að horfa á mynd og amman ætlað á KFC en stúlkan hafi viljað horfa áfram á myndina. Amman hafi komið heim um 30-40 mínútum seinna og þá hafi hún tekið eftir því að maðurinn hafi verið búinn að skipta um buxur en ömmunni hafi þótt það einkennilegt. Hún  hafi spurt hann nokkrum sinnum hvers vegna hann væri kominn í aðrar buxur en hann hafi aldrei svarað því. Í síðasta skipti, sem stúlkan hafi verið hjá þeim áður en málið kom upp hafi amman verið að fara í sturtu en gleymt handklæði. Hún hafi þá farið inn í þvottahús að sækja handklæði og þá heyrt manninn segja stúlkunni að koma og grimmd hafi verið í rödd hans sem hafi verið mjög óvenjulegt. Hún hafi þá farið inn í svefnherbergi og þar hafi maðurinn staðið við endann á rúminu og stúlkan við hliðina á honum og horft beint fram. Þegar amman hafi komið inn í herbergið hafi komið fát á hann og hann hrint stúlkunni og sagt við hana hvort bangsinn hennar væri ekki þarna. En hann hafi samt vitað að bangsinn væri ekki þar því stúlkan hafi sofið í öðru herbergi og þar hafi bangsinn verið. Maðurinn hafi síðan komið út úr herberginu með fangið fullt af þvotti og haldið honum í mittishæð. Amman hafi spurt ákærða hvað hann ætlaði að gera við þennan þvott og hann hafi þá sagt að það þyrfti að þvo hann en þarna hafi m.a. verið hrein föt sem amman átti og ætlaði í án þess að þvo þau fyrst.

Í máli ömmunnar kom fram að afinn og stúlkan hafi sjaldan verið tvö ein. Hún hafi tjáð stúlkunni að hún sé skilin við manninn, og stúlkan hafi sagt það gott. Hún segir að stúlkan myndi ekki skálda hluti sem þess og að eftir að það kom upp sé hún vör um sig og forðist karlmenn. 

Í frumskýrslu lögreglu og í framburði lögreglumanns sem handtók manninn við upphaf rannsóknar kom fram að hann hafi velt því mikið fyrir sér við handtökuna hvað hann hafi gert og þá nefnt sérstaklega hvort hann hefði hugsanlega farið yfir einhver mörk gagnvart barnabörnum án þess að hann gerði sér grein fyrir því. Á þessu stigi vissi hann aðeins að hann væri grunaður um kynferðisbrot en ekkert nánar um það.

Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Litið var til þess að hann hafi ekki gerst áður sekur um refsiverða háttsemi. Í fórum hans fundust myndskeið og 2.537 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 

Dóminn má lesa hér.

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV