Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Næsta verkefni Hildar er stjörnum prýdd Hollywood-mynd

epa08188414 Hildur Gudnadottir attends the 73rd annual British Academy Film Award at the Royal Albert Hall in London, Britain, 02 February 2020. The ceremony is hosted by the British Academy of Film and Television Arts (BAFTA).  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV

Næsta verkefni Hildar er stjörnum prýdd Hollywood-mynd

01.12.2020 - 16:06

Höfundar

Hildur Guðnadóttir, tónskáldið margverðlaunaða, semur tónlist fyrir nýja kvikmynd leikstjórans Davids O. Russell.

Kvikmyndin hefur ekki enn fengið nafn en tökur á henni eiga að hefjast snemma árs 2021. Hildur Guðnadóttir ljóstraði upp um verkefnið í pallborði á toppfundi tímaritsins Variety, þar sem áhrifafólk innan kvikmyndatónlistargeirans kom saman og bar saman bækur sínar.

Það eru engir aukvisar sem fara með helstu hlutverk í myndinni, en það eru Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington. David O. Russell, leikstjóri myndarinnar, hefur notið töluverðrar velgengni síðustu ár, en meðal mynda sem hann hefur gert eru American Hustle, Silver Linings Playbook og Three Kings.

Hildur hefur sjálf ekki farið varhluta af velgengni að síðustu en hún hefur sópað að sér stærstu verðlaunum kvikmynda- og sjónvarpsgeirans fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og sjónvarpsþáttunum Chernobyl. 

Stjórnandi myndatöku er einnig margverðlaunaður. Það er Emmanuel „Chivo“ Lubezki, frá Mexíkó, en hann hlaut Óskarsverðlaun þrjú ár í röð fyrir myndatöku í kvikmyndum Alfonsos Cuarón, The Revenant, Birdman og Gravity.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur fær tvær Grammy-tilnefningar

Klassísk tónlist

Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum

Tónlist

Segir nei við nánast öllu

Tónlist

Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu