Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Lést á Landspítala af völdum COVID-19

01.12.2020 - 10:16
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum á síðasta sólarhringnum. Nú hafa 27 látist úr sjúkdómnum hér á landi, 17 í þriðju bylgjunni.

Alls liggja nú í kringum fjörutíu manns á Landspítalanum eftir að hafa smitast af COVID-19 og tveir þeirra á gjörgæslu. Síðan farsóttin barst hingað til lands hafa 310 verið lagðir inn á spítala og 50 á gjörgæslu. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV