Leikarinn Elliott Page er trans

epa06207712 Canadian actress and cast member Ellen Page arrives for the screening of the movie 'My Days Of Mercy' during the 42nd annual Toronto International Film Festival (TIFF) in Toronto, Canada, 15 September 2017. The festival runs until 17 September.  EPA-EFE/WARREN TODA
 Mynd: EPA

Leikarinn Elliott Page er trans

01.12.2020 - 20:19

Höfundar

Flestir þekkja hann sem Ellen Page, aðalleikkonu kvikmynda á borð við Juno, X-Men, Flatliners og Whip It. Page hefur nú kunngjört á Instagram- og Twittersíðu sinni að hann upplifi sig ekki sem konu því hann er trans og notar persónufornöfnin hann eða hán (they) um sjálfan sig. Nýja nafnið sem hann kýs að nota er Elliott Page.

„Ég heiti Elliott. Mér finnst ég heppinn að fá að skrifa þetta,“ segir Elliott í upphafi færslunnar. Hann biður aðdáendur og fjölmiðla um að sýna sér þolinmæði því þó því fylgi hamingja að koma út úr skápnum þá sé gleðin líka viðkvæm á þessu stigi. „Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að ég sé afar hamingjusamur og meðvitaður um þau forréttindi sem nýt, þá er ég líka hræddur.“

Elliott hafði áður komið út úr skápnum sem lesbía og verið ötull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hann lofar að halda þeirri baráttu áfram fyrir hinsegin- og ekki síst trans fólk sem verður fyrir miklum fordómum, áreitni og ofbeldi víða um heim.