Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum til Landsréttar

01.12.2020 - 22:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar tveggja og hálfs árs skilorðsbundnum fangelsisdómi sem hann fékk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Björgvin Jónsson, lögmaður hans, í samtali við fréttastofu. Jón Páll var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í útlöndum sumarið 2008.

Hann tilkynnti í árslok 2017 að hann hefði ákveðið að hætta störfum sem leikhússtjóri og sagði það vera vegna fjárhagsmála. Ákveðið var að hann mundi starfa áfram þar til nýr yrði ráðinn en honum var svo gert að hætta í ársbyrjun 2018 eftir að hann viðurkenndi fyrir framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar að hann hefði verið borinn þessum sökum.

Verjandi Jóns Páls segir í samtali við fréttastofu að skjólstæðingur hans hafi lýst sig saklausan af brotinu og muni því áfrýja.