Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heimila aftökur með aftökusveit og eiturgasi

Mynd með færslu
 Mynd: AP
Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur breytt reglum um dauðarefsingar. Ekki er lengur einungis leyft að taka fanga af lífi með lyfjum heldur einnig öðrum aðferðum, líkt og aftökusveit og eiturgasi.

Dómsmálaráðherrann William Barr gaf á föstudaginn út nýjar reglur um aftökur á föngum sem dæmdir hafa verið til dauða af alríkisdómstólum, og taka þær gildi á aðfangadag. Samkvæmt þeim er heimilt að taka fanga af lífi með hverjum þeim aðferðum sem leyfðar eru samkvæmt alríkislögum en ekki aðeins lögum í einstökum ríkjum.

epa07541184 US Attorney General William Barr testifies before the Senate Judiciary Committee's hearing on 'The Justice Department's Investigation of Russian Interference with the 2016 Presidential Election' on Capitol Hill in Washington, DC, 01 May 2019. Attorney General Barr is facing questions from Senators for the first time since the release of special counsel Robert Mueller's Russia report on 18 April 2019.  EPA-EFE/TOM BRENNER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
William Barr dómsmálaráðherra.

Sum ríki þar sem dauðarefsing er heimiluð hafa bannað fullnustu slíkra dóma með ákveðnum aðferðum líkt og raflosti, aftökusveitum og eiturgasi og einungis leyft aftöku með lyfjum. Alabama, Oklahoma og Mississippi leyfðu fyrir tveimur árum notkun niturgass til að taka fanga af lífi. Dauðarefsingar eru leyfðar í 29 ríkjum Bandaríkjanna af 50. Það sem af er ári hafa 15 verið teknir af lífi í landinu. 

Embættismaður í ráðuneytinu sagði í samtali við AP-fréttastofuna að tvær aftökur sem fram eiga að fara í mánuðinum yrðu framkvæmdar með lyfjum en hvernig þremur sem eiga að fara fram í janúar verður háttað er ekki ljóst á þessari stundu.

Fyrsta konan síðan 1953

Meðal þeirra fanga sem taka á af lífi áður en Donald Trump lætur af embætti 20. janúar er Lisa Montgomery. Hún var dæmd til dauða fyrir morð á þungaðri konu í Missouri árið 2004. Einnig á að aflífa alríkisfangann Brandon Bernard, sem sakfelldur var fyrir morð á tveimur prestum árið 1999 í desember. Montgomery verður fyrsta konan í 67 ár sem tekin er af lífi í bandarísku alríkisfangelsi, síðan Bonnie Brown Heady,  en hún var dæmd fyrir mannrán og morð á sex ára gamalli stúlku, og einungis sú þriðja síðan 1865. Hin þriðja er Ethel Rosenberg sem tekin var af lífi sama ár og Heady fyrir njósnir á vegum Sovétríkjanna.

This undated image provided by Attorneys for Lisa Montgomery shows Lisa Montgomery, who is scheduled to be executed by lethal injection on Dec. 8, 2020, at the Federal Correctional Complex in Terre Haute, Ind. Montgomery was convicted of fatally strangling a pregnant woman, cutting her body open and kidnapping her baby. (Attorneys for Lisa Montgomery via AP)
 Mynd: AP
Lisa Montgomery.

Barr heimilaði aftökur á alríkisföngum á nýjan leik í fyrra eftir að óformlegt bann var sett á slíkt árið 2003 meðan rannsakað var lögmæti þess að taka fanga af lífi með lyfjum. Barack Obama, forveri Trumps, fyrirskipaði ráðuneytinu að endurskoða reglur um dauðarefsingar og notkun lyfja við aftökur eftir misheppnaða aftöku í Oklahoma. Úttektinni lauk með þeirri niðurstöðu að leyfa ætti aftökur á nýjan leik. Þá var ekki ljóst hvernig fullnustu slíkra dóma yrði háttað. Það sem af er hefur alríkisstjórnin tekið af lífi átta fanga - fleiri en teknir voru af lífi í hálfa öld á undan.

Biden vill ekki aftökur

Demókratinn Joe Biden, sem tekur við af Trump í janúar, er andsnúinn dauðarefsingum og mun vinna að því að afnema þær að sögn talsmanns. Biden hefur ekki gefið út hvort fyrirhuguðum aftökum verði frestað er hann tekur við embætti. Stuðningur almennings við dauðarefsingar, hvort sem fólk kýs demókrata eða repúblikana, hefur minnkað mikið á undanförnum árum. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við slíkt, sagt þær koma í veg fyrir glæpi og réttmæta refsingu fyrir ákveðin afbrot, líkt og skotárásir og morð á lögreglufólki.

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett RÚV - AP/EPA
Joe Biden og Donald Trump.