Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna sækir í dag um leyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Tilraunir á sjálfboðaliðum sýna að það veitir vörn gegn veirunni í 94,1 prósenti tilvika. Í yfirlýsingu frá Moderna segir að einnig verði sótt um skilyrt leyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu.