Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan

30.11.2020 - 01:13
epa08848560 Afghan security forces patrol in Pashtun Zarghun district after they cleared the area of Taliban militants, in Herat, Afghanistan, 28 November 2020. Nearly 19 years after the fall of the Taliban regime and the United States invasion, the Afghan government and insurgents on 12 September, began peace negotiations in Doha. According to a pact signed in Doha in February between the Taliban and the US, Kabul was to release 5,000 militants from their prisons, and the insurgents would release a thousand Afghan troops and then begin direct negotiations for peace in the country.  EPA-EFE/JALIL REZAYEE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.

Herstöðin er mönnuð öryggissveitum sem gæta eiga almannaöryggis og stendur í íbúðabyggð. Sprengingin olli töluverðum skemmdum á húsunum næst herstöðinni og ekki er útilokað að einhverjir óbreyttir borgarar hafi líka týnt lífinu í árásinni, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Enginn hefur lýst ódæðisverkinu á hendur sér, en líklegast þykir að Talibanar hafi verið að verki. Þeir hafa eignað sér fjölda samskonar og svipaðra árása sem gerðar hafa verið í landinu síðustu vikur.