Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Janet Yellen útnefnd fjármálaráðherra Bandaríkjanna

30.11.2020 - 16:14
FILE - In this Aug. 14, 2019, file photo, former Fed Chair Janet Yellen speaks with Fox Business Network guest anchor Jon Hilsenrath in the Fox Washington bureau in Washington. President-elect Joe Biden is expected to name several of his most senior economic advisers in the coming days. Yellen could be one of those named. (AP Photo/Andrew Harnik, File)
 Mynd: AP
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, valdi í dag Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóra, í embætti fjármálaráðherra landsins. Raunar var greint frá því fyrir nokkrum dögum að það stæði til, en teymi Bidens sem undirbýr valdaskiptin Vestanhafs staðfesti í dag að Yellen hefði orðið fyrir valinu. Jafnframt var tekið fram að ef þingið samþykkti útnefninguna yrði hún fyrsta konan sem gegndi fjármálaráðherraembættinu í 231 árs sögu ráðuneytisins.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV