
Japanir setja kynjakvóta í pólitík og atvinnulífi
Í áætlun sem nýkjörinn forsætisráðherra landsins, Yoshihide Suga, lagði fyrir ríkisstjórn sína á dögunum eru jafnframt sett fram markmið og leiðir til að fjölga konum í áhrifastöðum hjá stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera jafnt sem í einkageiranum.
Hlutfall kvenna á þingi enn lægra en meðal frambjóðenda
Í síðustu kosningum til neðri deildar japanska þingsins, 2017, voru aðeins 17,8 prósent frambjóðenda konur. Tveimur árum síðar, 2019, þegar kosið var til efri deildar þingsins, var hlutfallið öllu skárra, eða 28,1 prósent. Það er þó vel undir 35 prósenta markmiðinu.
Þá er ljóst að þótt 35 prósent frambjóðenda verði konur, má heita ólíklegt að sama hlutfall haldi sér á þingi. Þannig eru og aðeins 46 af 465 fulltrúum í neðri deild þingsins eru konur í dag, eða 9.9 prósent, sem setur deildina í 167. sæti af 190 sem Alþjóðaþingmannasambandið heldur bókhald yfir. Þá eru einungis 16% japanskra héraðs-, borgar- og sveitarstjórnarfólks konur.