Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock - RÚV

Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví

28.11.2020 - 13:03

Höfundar

Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt að veita jólasveininum undanþágu frá sóttkví við komuna til landsins. Stjórnin metur ferðalög jólasveinsins og öll hans störf nauðsynleg.

Öll ferðalög jólasveinsins innan Írlands í desember verða undanþegin sóttvarnarreglum. Þá þarf sveinki ekki að fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Írska ríkisstjórnin tilkynnti þessa ákvörðun á fimmtudag. Simon Coveney utanríkisráðherra segist hafa unnið að málinu í margar vikur. „Það er mikilvægt að tilkynna öllum börnum í landinu að við metum ferðalög jólasveinsins nauðsynleg og því er hann undanþeginn 14 daga sóttkví. Hann fær að ferðast að vild um írska lofthelgi, og raunar írsk heimili líka,“ segir Coveney.   

Ráðherrann segir að jólasveinninn hafi þegar staðfest komu sína. Hann sé ánægður með að Írar hafi tekið þetta skref á tímum þar sem allt jólahald verði líklega öðru vísi en fólk á að venjast.

epa07688821 Irish Minister for Foreign Affairs and Trade Simon Coveney during his talks with Russian Foreign Minister Lavrov at the Foreign Ministry's Guest House in Moscow, Russia, 02 July 2019.  EPA-EFE/SERGEI CHIRIKOV
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Simon Coveney tilkynnti um ákvörðunina á írska þinginu.