Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Styðja aðgerðirnar en ríkisstjórnin vann ekki heima

27.11.2020 - 19:20
Mynd: RÚV / RÚV
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi í deilu flugvirkja. Því styðji flokkurinn lagasetninguna en ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki unnið heimavinnuna sína.

„Staðan er auðvitað fráleidd, það er hættuástand, það er takmarkað eða ekkert aðgengi að þyrlum og verður eitthvað áfram. Þetta er í boði ríkisstjórnarinnar, þessi ríkisstjórn hefur ekki unnip heimavinnuna sína. Fyrir vikið er ákveðnu öryggi þjóðarinnar ógnað, lífi sjófarenda, landsbyggðar og landsmanna. Þetta er grafalvarlega staða en Viðreisn styður málið enda ríkir almannahagsmunir undir. “ segir Þorgerður Katrín.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að verkfallsrétturinn sé ríkasta vopn verkalýðshreyfingarinnar. Það hafi verið reynt til þrautar í gærkvöldi. 

„Öryggissjónarmið kalla einfaldlega á það að grípa verður til þessarra leiðu úrræða. Við vitum að þetta er erfið staða, þetta er ekki auðvelt að gera en þetta er auðveldara en að vera sjómaður úti á ballarhafi og vita að þyrlan er ekki að koma að sækja þig ef eitthvað bjátar á.“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.