Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ríkið framlengir samning um Bandaríkjaflug

Mynd með færslu
 Mynd: Flickr/BriYYZ
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning við Icelandair um að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið. Í samningnum felst að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. Þetta er í þriðja skiptið sem samningurinn er framlengdur síðan COVID-19 faraldurinn hófst.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þar segir að markmiðið sé að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu í faraldrinum.