Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Náðu niður hættulegum bjargbrotum í Bröttubrekku

27.11.2020 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin - RÚV
Starfsmenn Vegagerðarinnar réðust í það verkefni í síðustu viku að ná niður tveimur bjargbrotum í Bröttubrekku sem höfðu valdið þeim og vegfarendum hugarangri. Brotin höfðu smám saman mjakast nær bjargbrúninni. Var því hætta á að þau féllu fram, niður á Vestfjarðaveg og jafnvel á eða fyrir bíl.

Notaður var dráttarbíll búinn öflugu spili og löngum spilvír. Lögreglan aðstoðaði Vegagerðarmenn við aðgerðina og lokaði veginum öðrum megin og starfsmenn Vegagerðarinnar hinum megin.

„Við höfum aldrei gert þetta áður og ekki var ljóst hvort þetta myndi heppnast en þetta tókst svona ljómandi vel,“ segir Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri þjónustustöðvar Vegagerðarinnar í Búðardal, í frétt á vef Vegagerðarinnar. Hann átti hugmyndina að því að nota spil til verksins. Loka þurfti veginum í klukkutíma.

Aðgerðin var mynduð í bak og fyrir eins og sjá má í þessu myndskeiði: