Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni í eins lítra umbúðum. Aðskotahlutur, glerbrot, fannst í krukkunni sem súpan var seld í. Súpan er framleidd af IMF ehf. fyrir Krónuna.
Þær súpur sem innkallaðar eru hafa strikanúmerið 5694311800470, vörunúmerið 14335. Þær eru framleiddar 06.11.2020 og er „best fyrir“-dagsetningin 06.03.2021.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun, að því er kemur fram í tilkynningunni.