Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Finnar vilja ekki loka skíðasvæðum

27.11.2020 - 15:11
epa01674715 Undated handout image released by Santapark on Tuesday 24 March, 2009: The City of Rovaniemi, the Finnish Government and Lapin Matkailu Oy are selling the shares they own in Santapark Ltd to the Rovaniemi-based company, Santa?s Holding. Behind this company are Ilkka Länkinen and Katja Ikäheimo-Länkinen, owners ofProSanta Oy. In the opinion of Rovaniemi Mayor, Mauri Gardin, the transaction will safeguard Santapark?s operating environment, both now and in the future. Santapark, situated on the Arctic Circle at Rovaniemi, has proven to beone of Rovaniemi's and Lapland's most attractive destinations, both inwinter and in summer. In recent years, Santapark has been visited by50,000-60,000 people per year.CONTACT:  SantaparkManaging DirectorIlkka Länkinen, +358 (0)50 517 6989www.santapark.comwww.prosanta.comwww.joulukka.com  EPA/Business Wire EPA COMMERCIAL FEED EDITORIAL USE ONLY
Finnsk stjórnvöld óttast að lokun skíðasvæða um jól og áramót ríki ferðaþjónustufyrirtækjum í Lapplandi að fullu. Mynd: EPA - Business Week
Mika Lintilä, efnahagsmálaráðherra Finnlands, er andvígur hugmyndum Þjóðverja um að hafa skíðasvæði í ríkjum Evrópusambandsins lokuð um jól og áramót til að draga úr hættunni á kórónuveirusmitum. Ráðherrann segir í viðtali við AFP fréttastofuna að það séu aðallega Finnar sjálfir sem noti skíðaaðstöðuna.

Hann bendir á að ástandið í Finnlandi vegna COVID-19 sé mun skárra en víða annars staðar. Lokun skíðasvæða um hátíðarnar eigi eftir að ríða ferðaþjónustufyrirtækjum í Lapplandi að fullu. 

Austurríkismenn hafa tekið óstinnt upp hugmynd Þjóðverja um að loka skíðasvæðunum. Sóttvarnalæknir Svíþjóðar tekur í sama streng. Hann kveðst efast um að stjórnvöld banni fólki að leggja leið sína á skíðasvæðin um hátíðarnar. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV