Django Django – Glowing In the Dark
Það kemur ný plata frá hressu Lundúnastrákunum í Django Django í byrjun næsta árs sem hefur fengið nafnið Glowing in the Dark. Titillagið er frekar massíft stuðlag og minnir á þeirra bestu dansrokksspretti og kannski líka smá á Hot Chip. Samkvæmt síðasta skeyti sem barst frá sveitinni fjallar platan um að flýja örvæntingu, smábæjarlíf og jörðina – við verðum bara vona að það sé í lagi með þá.