Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Breiðarfjörð frá klukkan 12 í dag til 23 í kvöld. Spáð er suðvestan 18-25 m/s með dimmum éljum. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Fjallvegir á svæðinu gætu orðið ófærir. Sama gildir um Faxaflóa þar sem er appelsínugul viðvörun.
Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ná hámarki seinni partinn í dag. „Það er verst vestantil á landinu. Þannig að það er svona um þrjú fjögurleytið sirka, og verður í hámarki fram á kvöld og framundir miðnætti.“
Farþegaferjan Baldur siglir ekki í dag vegna veðurs. Það er flughálka víða norðanlands og hált eða hálkublettir á flestum leiðum. Nær allstaðar er vetrarfræð á þjóðvegum, nema þá helst á Suðausturlandi.