
Sjómannafélag Eyjafjarðar andmælir skipstjórnarmönnum
„Ég hef ekki orðið var við neitt nema jákvæðni í garð þessara manna sem þarna eru að berjast fyrir því að sannleikurinn komi uppá yfirborðið,“ segir Trausti jafnframt í færslunni.
Hann tekur fram að kveikjan að skrifunum sé grein sem birtist á vefsíðu Samherja sem skipstjórar og stýrimenn Samherja skrifa. Þar segi að allt umtal um mál frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar hafi haft neikvæð áhrif á ímynd almennings til sjómanna og vitnað í greinina.
„Umræðan í kringum þetta mál hefur skaðað ímynd sjómannastéttarinnar í landinu, bæði yfirmanna og undirmanna,” segir í grein skipstjórnarmannanna.
Trausti spyr: „hvaðan hafa þessir skipstjórnarmenn þessar upplýsinga og afhverju halda þeir að fólk sé neikvætt út í sjómenn? Fyrir mér er þetta gersamlega óskiljanlegt og fullyrðing sem stenst alls ekki.“