
Réttur barns að njóta samvista með báðum foreldrum
Sú ráðstöfun var gagnrýnd mjög í athugasemdum við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda en því fagnað að fæðingarorlof væri lengt úr níu í tólf mánuði.
Ásdís Arnalds doktor í félagsráðgjöf sem var gestur Kastljóss í kvöld segir löggjöfina frá árinu 2000 hafa verið mjög framsækna á sínum tíma en sé nú komin til ára sinna. Nú hafi fæðingarorlof verið lengt í löndum sem Íslendingar beri sig saman við.
Með frumvarpinu segir Ásdís að hvort foreldri geti framselt einn mánuð þannig að í raun séu tveir mánuðir til skiptanna í stað þriggja áður. Hún segir það skref í rétta átt, sé markmið laganna að gera körlum og konum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf og barni kleift að njóta umönnunar beggja foreldra.
„Ef rétturinn er ekki bundinn við annað foreldri er hætta á að faðirinn taki ekki orlof,“ segir Ásdís og að undantekningalaust hafi mæður nýtt sér sex mánuði og feður þrjá. „Mæður muna nú nota sjö og feður fimm.“
Hún segir að verið sé að skerða ákveðið frelsi til ráðstöfunar tima með barninu en það sé fyrst og fremst réttur barnsins að njóta umönnunar beggja foreldra og mynda tengsl við báða.
Hún bendir jafnframt á að í frumvarpi sé brugðist við því ef annað foreldri eigi ekki rétt á fæðingarorlofi sé hægt að framselja allan réttinn til hins. Eins að ef aðeins eitt foreldri sé til staðar fái það alla tólf mánuðina.