Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Opinberir starfsmenn í verkfalli í Grikklandi

26.11.2020 - 15:59
epa08843390 Strikers stage a demonstration outside the Labor Ministry in Athens on 26 November 2020. The demonstrators join in a nationwide 24-hour strike  called by the Athens Labor Center and the civil servants federation (ADEDY) opposing government's policy on health, education and labor sectors. Strikers state that are 'not going to accept the use of this pandemic as a means to vote anti-labour draft bills and do away with workers rights of decades'.  EPA-EFE/PANTELIS SAITAS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Almenningssamgöngur hafa raskast í Grikklandi og ýmis þjónusta liggur niðri vegna sólarhringsverkfalls opinberra starfsmanna. Þeir hafa lagt fram ýmsar kröfur, svo sem launahækkun, bætt vinnuskilyrði og betri vernd gegn kórónuveirunni.

Um það bil fjögur hundruð manns höfðu samkomubann að engu og tóku þátt í kröfugöngu í miðborg Aþenu í dag. Einnig söfnuðust um 150 manns saman í Þessaloníku.

Vegna verkfallsins liggja ferjusiglingar niðri milli meginlandsins og grísku eyjanna. Flugumferð er með eðlilegum hætti þar sem flugumferðarstjórar eru við störf. Þeir hættu við að taka þátt í verkfallinu, þar sem þátttaka þeirra var úrskurðuð ólögleg.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV