Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk

Selfoss Verslun miðstöð verlunarmiðstöð Bónus Hagkaup
 Mynd: Jónsson Jónsson - Jóhannes Jóhannes
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.

Etýlen oxíð, sem er ólöglegt varnarefni og bannað í matvælaframleiðslu, greindist í lotu L3220112 sem best er fyrir 31. maí 2023.

Viðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður (RASFF) og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu Matvælastofnun um eða efnið væri að finna í tahini-maukinu.

Aðföng tilkynnti heilbrigðiseftirlitinu um innköllunina. Fólk sem hefur keypt maukið er varað við neyslu þess og hvatt til að farga því eða skila þangað sem það var keypt, gegn fullri endurgreiðslu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV