Mads Mikkelsen verður fólið Grindelwald í stað Depps

epa06724849 Danish actor Mads Mikkelsen poses during the photocall for 'Artic' at the 71st annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 10 May 2018. The movie is presented in the section Special Screenings of the festival which runs from 08
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Mads Mikkelsen verður fólið Grindelwald í stað Depps

26.11.2020 - 06:38

Höfundar

Danska stórstjarnan Mads Mikkelsen tekur við hlutverki hins illa galdrakarls Gellerts Grindelwalds í furðusagnabálkinum um Furðuskepnurnar, eða Fantastic Beasts, sem byggður er á ævintýraheimi J.K. Rowling. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Warner Bros.

Mikkelsen tekur við hlutverkinu af Johnny Depp, sem var gert að taka pokann sinn á dögunum eftir sneypuför fyrir breska dómstóla. Þar freistaði hann þess að fá breska götublaðið Sun dæmt fyrir meiðyrði fyrir að segja hann hafa barið konu sína, Amber Heard. Dómarinn í meiðyrðamálinu komst að þeirri niðurstöðu, að vel athuguðu og ítarlega útlistuðu máli, að frásögn blaðsins væri í grundvallaratriðum rétt og sönn, og vísaði málinu frá.

Búið var að taka upp nokkur atriði þar sem Depp var í hlutverki Grindelwalds þegar úrskurðurinn féll, en það kom ekki í veg fyrir brottrekstur hans.

Þaulvanur þrælmennum

Mikkelsen er einn þekktasti leikari Dana og Norðurlandanna allra. Hann hefur leikið í fjölda danskra og alþjóðlegra stórmynda og sjónvarpsþátta af öllu tagi. 2018 lék hann aðalhlutverkið í kvikmyndinni Arctic, sem tekin var upp hér á landi, á móti Maríu Thelmu Smáradóttur.

Hann er ef til vill þekktastur í dag fyrir túlkun sína á siðblindum þrælmennum, annars vegar raðmorðingjanum og mannætunni  Hannibal Lecter í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal, og illyrminu Le Chiffre í Bond-myndinni Casino Royale árið 2006. Hann verður því trauðla í vandræðum með að túlka hið fjölkunnuga hrakmenni Gellert Grindelwald.  
 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Réttarhöldum í máli Johnny Depp gegn The Sun lokið

Mynd með færslu
Kvikmyndir

Ingvar áberandi á plakati Fantastic Beasts 2

Innlent

Ingvar og Ólafur Darri í forleik Harry Potter

Mannlíf

Amber Heard sakar Johnny Depp um svik