Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Dómsorði í Lockerbie-máli lofað eins fljótt og verða má

26.11.2020 - 21:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Þriggja daga málfutningi lauk fyrir æðri dómstól í Skotlandi í dag þar sem tekist var á um sekt eða sakleysi Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum.

Al-Megrahi var dæmdur til lífstíðarfangelsis árið 2001 fyrir sprengjutilræði sem grandaði þotu Pan-Am flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi rétt fyrir jól 1988. Alls fórust 270 í þessu versta hryðjuverki í sögu Bretlands. 

Nú ráða dómararnir ráðum sínum og dómforsetinn Colin Sutherland lofar skriflegri niðurstöðu svo fljótt sem verða má. Óháð rannskóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu dómsmorð kunni að hafa verið framið, dómurinn yfir Al-Megrahi hafi verið ósanngjarn enda hafi bresk stjórnvöld haldið sönnunargögnum leyndum fyrir verjendum hans.

Dómararnir við æðri dómstól í Edinborg fengu að heyra í dag að dómararnir þrír sem dæmdu Al-Megrahi forðum hafi mátt draga þá ályktun af gögnum málsins að hann hafi átt hlut að máli.