Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Biden ætlar að breyta utanríkisstefnunni

26.11.2020 - 14:31
Mynd: EPA-EFE / EPA
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Búist er við að veruleg breyting verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar.

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri, sem fylgist gjörla með stjórnmálum í Bandríkjunum, var einnig gestur Heimsgluggans. Hann benti meðal annars á að írskur uppruni Bidens myndi hafa áhrif á afstöðu hans til Brexit, en hagsmunir bæði Bandaríkjamanna og Breta réðu því að samband ríkjanna yrði áfram náið. Friðjón sagði frá því að Biden hefði boðið írsku þjóðlagasveitinni The Chieftains að spila er hann tekur við forsetaembættinu.